fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ætla að hefja tilraunir með fljúgandi leigubíla í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 18:00

Verður þetta svona í framtíðinni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af þeim leiðum sem er hægt að fara til að minnka þann vanda sem víða er við að etja vegna mikils umferðarþunga, umferðartafa og þar með tímasóunar í bíl er að færa umferðina upp í loftið. Það ætla Þjóðverjar nú að gera í tilraunaskyni en þeir ætla að hefja tilraunir með fljúgandi leigubíla í Ingolstadt í suðurhluta landsins.

Andreas Scheuer, ráðherra samöngumála og innviða, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þar um ásamt fjölmörgum hlutaðeigandi aðilum, þar á meðal Airbus og Audi.

En áður en tilraunirnar hefjast þarf að gera ýmsar rannsóknir og borgarstjórinn í Ingolstadt segir að íbúarnir verði hafðir með í ráðum. Þeir verði virkir þátttakendur í rannsóknum á hvort hægt verði að gera tilraunina og hlustað verði á íbúana hvað varðar öryggismál og hljóðmengun. Hann segir að fljúgandi leigubílar séu hugsaðir sem bæting á opinberum samgöngum en eigi ekki að koma í stað þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni