fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Fundu rúmlega 500 skotvopn heima hjá dæmdum glæpamanni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 12:30

Hluti vopnanna. Mynd:Lögreglan í Los Angeles

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum lagði í síðustu viku hald á rúmlega 500 skotvopn sem fundust á heimili dæmds glæpamanns í Agua Dulce. Það var ábending frá nágranna sem kom lögreglu á slóð skotvopnanna.

Húsráðandinn, Manuel Fernandez, var handtekinn vegna málsins. lögreglan leitaði á heimili hans á fimmtudaginn og fann þá 432 skotvopn. Á föstudaginn fannst 91 skotvopn til viðbótar. Fernandez á yfir höfði sér ákæru fyrir að vera með skotvopnin ólöglega í vörslu sinni og að hafa verið með árásarriffla og stór skothylkjahólf.

Í framhaldi af húsleitinni hjá Fernandez fór lögreglan til leitar á heimil konu en þar fundust 30 skotvopn. Það mál er talið tengjast vopnaeign Fernandez. Konan var ekki heima og hefur ekki fundist.

Bandaríkjamenn sem eru dæmdir fyrir svokölluð stórafbrot missa um leið rétt til að eiga skotvopn.

LA Times hefur eftir heimildarmanni innan lögreglunnar að talið sé að Fernandez virðist hafa verið að safna skotvopnum og hafi ekki haft í hyggju að nota þau við ólöglegt athæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður