fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Norska lögreglan telur sig hafa upplýst 20 ára gamalt morðmál – Þýska vísbendingin kom að miklu gagni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 21:00

Marie-Louise Bendiktsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður um fertugt var handtekinn á Gardermoen flugvellinum í Osló á miðvikudaginn þegar hann kom til Noregs. Hann er útlendingur og með erlendan ríkisborgararétt. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt Marie-Louise Bendiktsen í júlí 1998 en morðið á henni hefur verið nefnt Sjøvegan-morðið í Noregi.

Lík Marie-Louise fannst í brunnu húsi í Sjøvegan í Salangen í Troms þann 15. júlí 1998. Henni hafði verið nauðgað og síðan myrt. Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins nær öll þessi ár en í júní á síðasta ári var aukinn kraftur settur í rannsóknina og tvö rannsóknarteymi voru sett í málið. Annað á vegum lögreglunnar í Troms en hitt á vegum norska ríkislögreglustjóraembættisins. Hinn handtekni var í Salangen þegar Marie-Louise var myrt.

Sonur Marie-Louise sagðist í samtali við Folkebladet vera ánægður með handtökuna og verði fyrrum lögreglustjóra í Salangen, Hans Roar Rasmussen, ævinlega þakklátur fyrir elju hans við rannsókn málsins en hann hefur unnið að rannsókn þess alveg síðan tilkynnt var um eld í húsinu fyrir um 20 árum. Systir hans tók í sama streng í samtali við Svalbardposten og sagðist varla trúa því að hún sé nú loksins að upplifa þennan dag eftir 20 ára bið.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Troms segir að ný yfirferð á gögnum málsins og hafi sannfært lögregluna um að hinn handtekni sé maðurinn sem myrti Marie-Louise.

Þýska-vísbendingin

Lögreglan segir að undanfarna mánuði hafi mikil vinna verið lögð í að fara yfir skjöl málsins, færa þau til nútímahorfs og fara á ný yfir ýmis áþreifanleg sönnunargögn. Þá hafi þýsku-vísbendingunni svokölluðu frá síðasta ári verið fylgt eftir. Hún snýst um tæplega tvítugan mann frá Írak sem bjó í Salangen þegar Marie-Louise var myrt. Hann var yfirheyrður skömmu eftir morðið. Þegar lögreglan ætlaði að ræða við hann árið eftir var hann horfinn.

Hann stofnaði til ástarsambands við þýska konu 1998. Interpol lýsti eftir honum 1999 þegar norska lögreglan vildi fá hann aftur til yfirheyrslu en það var ekki fyrr en 2010 að lögreglan fékk upplýsingar um hann. Þá var honum vísað frá Þýskalandi eftir að hafa afplánað átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að myrða þýsku unnustu sína, sem var þá orðin fyrrum unnusta hans, og nýja unnusta hennar. Norska lögreglan fékk aldrei upplýsingar um þetta.

Lögreglan hefur ekki skýrt opinberlega frá því að það sé þessi maður sem var handtekinn á miðvikudaginn en líklegt má teljast að svo sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt