fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sophia ætlaði á puttanum í gegnum Þýskaland – Fannst myrt á Spáni – Ljósmynd frá henni kom upp um morðingjann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júní 2018 06:48

Sophia Lösche. Mynd:Þýska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur vikum hvarf Sophia Lösche, 28 ára, þegar hún var á leið frá Leipzig í Þýskalandi til Amberg sem er í Bæjaralandi. Á fimmtudaginn fann spænska lögreglan lík hennar. Flutningabílstjóri, frá Marokkó, hefur verið handtekinn á Spáni en hann er grunaður um að hafa myrt Sophia. Það var ljósmynd, sem Sophia tók, sem kom lögreglunni á spor bílstjórans.

Það var þann 14. júní sem Sophia lagði af stað en hún ætlaði að ferðast á puttanum frá Leipzig, þar sem hún bjó, til Amberg þar sem hún ætlaði að heimsækja ættingja og vini. Síðast sást til hennar um klukkan 18 um kvöldið við bensínstöð við Schkeuditz sem er við A9 hraðbrautina nærri Leipzig. Þar fór hún upp í flutningabíl Marokkómannsins og hvarf sporlaust.

Bróðir hennar tilkynnti um hvarf hennar næsta dag. Lögreglan í Leipzig lýsti strax eftir henni og skýrði frá því að Sophia hefði sést á fyrrnefndri bensínstöð þar sem hún hefði rætt við nokkra en síðan fengið far með bílstjóra sem sagðist ætla til Nürnberg. Þaðan ætlaði hún að taka lest til Amberg.

Bróðir Sophia safnaði liði og hóf leit að Sophia. Hópnum tókst að finna flutningabílstjórann sem hafði tekið Sophia upp í á bensínstöðinni. Það var hægt vegna þess að Sophia hafði tekið mynd af skráningarnúmeri flutningabílsins og sent vinkonu sinni en Bild segir að þetta hafi hún verið vön að gera. Hópurinn fékk upplýsingar hjá fyrirtækinu, sem bílstjórinn starfaði fyrir, um hver hann væri og náði símasambandi við hann.

Bílstjórinn sagði bróður Sophia að hún hefði farið úr bílnum á bensínstöð langt frá Nürnberg. Þetta fannst bróðurnum skrýtið. Hann kom þessum upplýsingum og áhyggjum sínum áfram til lögreglunnar sem rakti ferðir flutningabílsins, með aðstoð upplýsinga frá vegtollhliðum í Frakklandi og á Spáni, og bað síðan spænsku lögregluna um aðstoð. Hún handtók manninn nærri Jaén í Andalúsíu þann 19. júní.

Skömmu fyrir handtökuna kviknaði í flutningabílnum sem maðurinn ók. Lögreglan telur að bílstjórinn hafi kveikt í honum til að reyna að eyða sönnunargögnum.

Við yfirheyrslur viðurkenndi bílstjórinn að hafa myrt Sophia og að hafa skilið lík hennar eftir nærri Asparrena á Spáni. Á fimmtudag í síðustu viku fann lögreglan síðan lík Sophia nærri bensínstöð hjá Asparrena.

Þýska lögreglan telur að Sophia hafi verið myrt á hvíldarstæði við hraðbraut í Oberfranken í Þýskalandi. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt nokkrum klukkustundum eftir að hún fékk far með bílstjóranum. Hann er síðan talinn hafa ekið með lík hennar um borð í bílnum í þrjá daga áður en hann losaði sig við það. Þýska lögreglan hefur farið fram á að hann verði framseldur til Þýskalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta