fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Samspil stjórnmála og viðskipta

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 6. júní 2018 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórtíðindin um að lögreglan hafi handtekið nokkra af umsvifamestu kaupsýslumönnum landsins vegna rannsóknar á Skeljungssölunni hafa skekið íslenskt viðskiptalíf í gær og í dag. Nokkuð hafði verið spáð og spekúlerað í óvænta frétt sl. föstudag um að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hefði sagt af sér stjórnarformennsku í VÍS af persónulegum ástæðum, en fáa grunaði að hún hefði verið handtekin af lögreglu daginn áður ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Erni Þórðarsyni.

Þau hjón hafa bæði réttarstöðu sakbornings hjá embætti Héraðssaksóknara og var framkvæmd húsleit á heimili þeirra fyrir helgi og lagt hald á tölvur og gögn. Sama dag fékk Einar Örn Ólafsson fv. forstjóri Skeljungs einnig réttarstöðu sakbornings, auk þess sem upplýst hefur verið að Halla Sigrún Hjartardóttir sé einnig til rannsóknar.

Bjarni Benediktsson

Orðið á götunni er að fáir geri sér grein fyrir hvers konar stórlaxa er um að ræða þegar kemur að samþættingu stjórnmála og viðskipta hér á landi. Einar Örn er einn nánasti vinur og bandamaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann hefur verið formaður stuðningsmannafélags hans í prófkjörum og heimilisfang félagsins hefur verið á heimili Einars Arnar.

Og Halla Sigrún var skipuð formaður Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum árum af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

Þetta fólk sætti húsleitum og handtökum fyrir helgi í viðamikilli lögregluaðgerð.

Nokkuð hefur verið fjallað um náin tengsl Einars Arnar og Bjarna Benediktssonar. Stundin birti meðal annars trúnaðargögn innan úr Glitni frá því hrunið varð í október 2008, en varð að hætta þeim fréttaflutningi eftir að lögbann var samþykkt.

Í íslensku viðskiptalífi hefur lengi verið fullyrt að salan á Skeljungi hafi verið sérstök á marga kanta. Ekki síst i ljósi þess að sá sem hafði umsjón fyrir sölunni af hálfu Íslandsbanka, Einar Örn Ólafsson, varð skömmu síðar forstjóri Skeljungs og náinn viðskiptafélagi þeim sem höfðu keypt af bankanum. Á undirverði að margra mati. Þráspurð neitaði Halla Sigrún alltaf að hafa verið aðili að þeim viðskiptum, en síðar upplýstist að hún hafði hagnast um hundruð milljóna.

Lögregluaðgerðirnar nú, sem og tíðindin frá um daginn um að stjórnendur Eimskips og Samskipa séu komnir með réttarstöðu sakborninga, sýna, svo ekki verður um villst, að Ólafur Þór Hauksson er enn og aftur búinn að minna á sig sem saksóknari, enda þótt hann sé ekki Sérstakur saksóknari lengur og bankahrunið ekki meginverkefni hans.

Eftir því er rækilega tekið í íslensku viðskiptalífi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar