fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Skipun dómara við Landsrétt – Formaður Dómarafélagsins segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 05:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir að orðspor íslenska dómskerfisins sé í húfi ef Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp áfellisdóm yfir vinnubrögðum ráðherra og þings við skipun dómara við Landsrétt.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Ingibjörgu að málið veki ákveðin hugrenningartengsl við það sem er að gerast í Póllandi en þar er mikil umræða um afskipti stjórnvalda af skipun dómara við hæstarétt landsins en fjölda dómara var nýlega vikið frá og nýir skipaðir í staðinn.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann varpaði fram áleitnum spurningum um líkindi þeirrar réttaróvissu sem nú ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt en hæstiréttur hefur dæmt þá skipan ólögmæta. ESB hefur hafið ferli til að beita pólsk stjórnvöld hörðustu viðurlögum ESB vegna málsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur auk þess vísað málinu til Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstóllinn er einnig að skoða skipun dómara við Landsrétt og fær málið hraða meðferð hjá dómnum.

Það eru ákveðin líkindi með málefnum íslensku og pólsku dómstólanna. Talað hefur verið um ákveðna réttaróvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við báða dómstólana munu dæma. Mannréttindadómstóllinn getur ekki fellt dóma úr gildi, ef hann tekur málin til dóms mun hann eingöngu skera úr um hvort skipun dómstólanna brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er síðan dómþola í hverju máli að ákveða hvort hann fari aftur með mál sitt fyrir dómstól á þeim grundvelli að dómari, sem kvað upp dóminn, hafi ekki verið óvilhallur vegna þess hvernig staðið var að skipun hans.

Fréttablaðið hefur eftir Ingibjörgu að viðbrögð Mannréttindadómstólsins sýni hversu alvarlegt málið er og sýni hvernig afskipti framkvæmdavaldsins af skipun dómara hafi verið og það sé áhyggjuefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?