fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sífellt fleiri íbúar Helsinki eiga annað móðurmál en finnsku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 18:29

Frá Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eiga rúmlega 100.000 íbúar Helsinki í Finnlandi annað móðurmál en finnsku, sænsku eða samísku sem eru hin opinberu tungumál Finnlands. 15,3 prósent íbúa borgarinnar eiga því annað móðurmál en þessi þrjú opinberu tungumál landsins. Þá segja sumir sænskumælandi Finnar að það verði sífellt erfiðara að bjarga sér á sænsku í borginni og oft á tíðum sé auðveldara að eiga samskipti á ensku en sænsku en stundum sé ekkert annað í boði en að tala finnsku.

Þetta kemur fram í umfjöllun Finnska ríkisútvarpsins. Þar segir að þau tungumál sem flestir tali utan finnsku, sænsku og samísku séu rússneska, eistneska og sómalska. Þá fer hópur þeirra sem eiga arabísku, persísku og víetnömsku sem móðurmál stækkandi.

Borið hefur á því á undanförnum árum að viðmót Finna í garð sænskumælandi landa sinna sé að breytast til hins verra og litið sé niður á þá. Sænskumælandi Finnar líta ekki á sig sem Svía heldur einfaldlega sem sænskumælandi Finna og hafa reynt að standa vörð um menningu sína og tungumál og hefur það tekist fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?