fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

HM-hneyksli – Þjálfari Mexíkó tók eiginkonuna og ástkonuna með á völlinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 21:30

Juan Carlos Osorio. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juan Carlos Osorio, þjálfari karlaliðs Mexíkó í knattspyrnu, er eitt heitasta umræðuefnið í Mexíkó í dag eftir að spurðist út að hann hefði tekið eiginkonu sína og unga ástkonu með á völlinn þegar Mexíkó tapaði 2-0 fyrir Brasilíu í 16 liða úrslitum HM. Gagnrýnendur hans segja að þetta hafi valdið því að hann gat ekki einbeitt sér að leiknum sem hafi verið einn sá mikilvægasti á undanförnum árum.

Mexíkóskir fjölmiðlar segja að Osorio hafi boðið eiginkonu sinni, sem hann á tvö börn með, á leikinn og einnig ástkonu sinni, hinni þrítugu Mariana Zararías, til tveggja ára. Þetta fer fyrir brjóstið á mörgum og rætt er um einbeitingarskort þjálfarans vegna þessa. Hann hafi verið of upptekinn af konunum tveimur.

Zararías var í Rússlandi til að fjalla um HM en hún er íþróttafréttamaður. Osorio er sagður hafa komið konunum fyrir sitt hvorum megin á vellinum.

TV Notas sjónvarpsstöðin segir að eiginkona Osorio viti af ástarsambandi hans og Zacarías.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar