fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Norður-kóreskir embættismenn mættu ekki á fund með Bandaríkjamönnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 19:23

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Norður-Kóreu mættu ekki til fundar við fulltrúa Bandaríkjanna á landamærum Norður- og Suður-Kóreu í gær en þar átti að ræða um framkvæmd flutning á líkamsleifum bandarískra hermanna til Bandaríkjanna. Hermennirnir féllu í Kóreustríðinu um miðja síðustu öld.

Ákveðið var á leiðtogafundi Donald Trump og Kim Jong-un í síðasta mánuði að reyna að leysa þetta mál en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að fá líkamsleifar fallinna hermanna afhentar.

Sky segir að samkvæmt frétt Yonhap fréttastofunnar þá hafi bandarískir embættismenn beðið starfsbræðra sinna frá Norður-Kóreu í Panmunjon á landamærum Kóreuríkjanna í gær en fulltrúar Norður-Kóreu hafi ekki látið sjá sig.

Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sett sig í samband við bandarísk stjórnvöld og boðist til að funda næstkomandi sunnudag og þann fund muni fulltrúar Bandaríkjanna mæta á.

Kim Yong Chol, varaformaður verkamannaflokksins, ætlaði að mæta til fundarins í gær en mætti ekki eins og fyrr segir. Hvort það tengist birtingu Donald Trump á bréfi frá Kim Jong-un er óvíst en Trump birti bréfið á Twitter í gær. Í bréfinu þakkar Kim Jong-un Trump fyrir leiðtogafundinn og segist fullviss um að samskipti ríkjanna muni batna í framtíðinni.

Bréfið frá Kim Jong-un til Trump. Mynd:Twitter
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump