fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Ók á vegg – Ók á 188 km/klst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 06:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum varð umferðarslys við Gnoðarvog en þar ók 17 ára stúlka léttu bifhjóli á vegg. Hún slasaðist á ökla og var flutt á sjúkrahús með sjúkrabifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var akstur 18 ára ökumanns stöðvaður á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg en bifreiðin sem hann ók mældist á 188 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um 4 unga veggjakrotara í undirgöngum við Fjallkonuveg. Einn þeirra náðist og verður hann kærður fyrir eignaspjöll enda var verið að vinna skemmdarverk á eigum almennings.

Um klukkan níu í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í hjólhýsi í Bryggjuhverfi. Sængum og koddum og ýmsu fleiru var stolið úr hjólhýsinu.

Frá því rétt rúmlega átta í gærkvöldi til rétt rúmlega níu voru þrír karlmenn handteknir í miðborginni en allir voru þeir í annarlegu ástandi og voru því vistaðir í fangageymslu.

Skömmu fyrir miðnætti kom íbúií Eskihlíð að sofandi manni í geymslu sinni. Sá mun líklegast hafa brotið glugga til að komast inn. Honum var vísað á brott af lögreglumönnum.

Um hálf ellefu í gærkvöldi datt ofurölvi maður í strætisvagni við Arnarsmára. Maðurinn skarst á höfði og var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið.

Fjórir ökumenn voru handteknir frá því síðdegis í gær þar til í nótt en allir eru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hans að ræða á þeirri sviptingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur