fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Stórt stykki brotnaði af 10 milljóna tonna borgarísjaka við Innaarsuit á Grænlandi og myndaði flóðbylgju – Sjáðu myndbandið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 14:36

Hér sést vel hversu stór ísjakinn er. Mynd:Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í morgun er risastór borgarísjaki fyrir utan þorpið Innaarsuit á vesturströnd Grænlands. Ísjakinn er enginn smá smíði en sérfræðingur hjá dönsku veðurstofunni telur að hann sé 250 til 280 metra hár og þar af skagi 80 til 90 metrar upp úr sjónum. Hann telur að ísjakinn sé um 200 metrar á breidd og ísmagnið sé 8 til 10 milljónir tonna.

Ísjakinn er ekki stór í samanburði við aðra ísjaka við Grænland en þó mjög stór. Íbúar í þorpinu, 169 talsins, hafa nú verið fluttir frá strandlengjunni því óttast er að ísjakinn brotni eða hvolfi og myndi þá flóðbylgju. Stórt stykki brotnaði af honum fyrr í dag og myndaði litla flóðbylgju. Uppptöku af því er hægt að sjá neðst í fréttinni.

Ísjakinn situr fastur á landgrunninum um 100 metra frá ströndinni. Hann kemur úr Upernavik ísstraumnum sem liggur nokkra kílómetra sunnan við þorpið en óvenjulegt er að svo stór ísjaki komi nærri þorpinu. Keld Quistgaard, sérfræðingur hjá Dönsku veðurstofunni, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að hugsanlega hafi röð tilviljana valdið því að ísjakinn kom að þorpinu. Nú sú nýtt tungl og því stórstreymt og það geti hafa valdið því að jakann rak að þorpinu.

Quistgaard sagði að full ástæða væri til að hafa áhyggjur því þegar sjávarstaðan lækkar geti orðið spenna í ísjakanum sem geti þá hrunið saman og þá muni mikið magn af sjó færast úr stað á skömmum tíma.

Hann áætlar að stykki sem sést brotna af ísjakanum í myndbandinu hér fyrir neðan vegi nokkur þúsund tonn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar