fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Dauðvona fimm ára drengur útbjó eigin minningarorð – „Sé ykkur síðar flónin ykkar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 07:34

Garrett Matthias. Mynd:Skjáskot:www.wsoctv.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. júlí síðastliðinn lést Garrett Matthias, fimm ára, af völdum sjaldgæfs krabbameins. Áður en hann lést hafði sett fram minningarorð um sjálfan sig sem voru birt á heimasíðu útfararþjónustunnar í heimaríki hans Iowa í Bandaríkjunum. Orð hans hafa vakið mikla athygli enda einstakt að fimm ára drengur líti á lífið og dauðann með svo miklum húmor eins og hann gerði þrátt fyrir erfiðan og sársaukafullan sjúkdóm.

Í minningarorðunum segir hann að honum finnist gaman að leika við systur sína, með bláu kanínuna sína, Lego og leika við vini sína. En það sem honum líkar illa við eru buxur, ömurlegt krabbameinið og apinn sem er með nef sem lyktar eins og kirsuberjaprump. Það voru foreldrar hans, Emilie og Ryan Matthias, sem settu minningarorðin saman á grunni spurninga sem þau spurðu hann að eftir að þau fengu að vita í júní að Garrett ætti ekki langt eftir.

Þegar þau spurðu hann út í dauðann sagðist hann ætla að „verða górilla og henda kúk í pabba“. Þegar hann var spurður hvort hann vildi vera jarðsettur eða brenndur sagði hann: „Ég vil láta brenna mig (eins og þegar mamma Þórs dó) og gera mig að tré sem ég get átt heima í þegar ég er górilla“.

Þegar hann var spurður út í jarðarförina og hvernig hann vildi hafa hana sagði hann:

„Jarðarfarir eru sorglegar. Ég vil hafa fimm hoppukastala (af því að ég er fimm ára), Batman og ís.“

Síðustu orð hans í minningarorðunum voru síðan:

„Sé ykkur síðar flónin ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Í gær

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara