fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 21:00

Holger. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæplega níu mánuðum hvarf 18 ára piltur frá heimili sínu. Fjölskylda hans og lögreglan hafa leitað hans en án árangurs. Nú hafa lögreglunni borist nýjar upplýsingar um að hann hafi sést í Kaupmannahöfn í síðustu viku.

Holger hvarf frá heimili sínu í Árósum í Danmörku þann 26. október og síðan hefur fjölskylda hans ekkert heyrt frá honum. Lýst hefur verið eftir honum í dönskum fjölmiðlum og var sú auglýsing ítrekuð nýlega en á föstudaginn bárust lögreglunni upplýsingar um að Holger hefði sést í Kaupmannahöfn. Fólk sagðist hafa séð hann í Tívólí og á Strikinu.

Lögreglan hafði áður fengið upplýsingar um að hann hefði farið til Kaupmannahafnar og hefði í hyggju að fara til Svíþjóðar. En þrátt fyrir að danska og sænska lögreglan hafi leitað hans hefur hann ekki fundist og ekkert hefur heyrst frá honum síðan í október.

TV2 hefur eftir talsmanni lögreglunnar að foreldrar hans séu mjög áhyggjufullir. Lögreglan telur að hann hafi látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja en leitar hans samt sem áður.

Hann er 178 sm hár með stutt ljóst hár. Þegar hann sást síðast var hann í ljósbrúnum jakka eða frakka og ljósbrúnum flauelsbuxum. Hann var með svefnpoka meðferðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður