fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Situr í fangelsi fyrir tvö morð – Lætur það ekki hindra sig og er í framboði til þings

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 18:00

Leonard Richards, lífstíðarfangi og frambjóðandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonard Richards er 75 ára og afplánar lífstíðarfangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum fyrir tvö morð sem hann framdi á níunda áratugnum. Hann myrti þá hálfsystur sína og lögmann sinn. Dómurinn er bundinn því skilyrði að hann getur ekki sótt um reynslulausn eða náðun. En þrátt fyrir að sitja í fangelsi er Richards í framboði til öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Samkvæmt lögum getur hann boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi en ekki til setu á þingi Minnesota.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Richards er í framboði því hann hefur áður reynt að komast á þing. Hann bauð sig fram í forkosningum demókrata um þingsæti 1992 og hlaut þá rúmlega 14.500 atkvæði. Hann reyndi aftur fyrir sér 1994 og fékk þá rúmlega 4.000 atkvæði. Svo er spurningin bara hvernig honum gengur að þessu sinni.

En svo er þeirri spurningu ósvarað hvernig yrði tekið á því ef svo ólíklega vildi til að Richards næði kjöri. Fengi hann þá að skjótast á þingfundi í Washington eða yrði að færa þingfundi í fangelsið til hans? Nú, eða þyrfti hann alltaf að kalla varamann inn fyrir sig?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús