fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Var nauðgað af konu – „Fólk hlær bara“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 07:27

Karlmenn verða líka fyrir kynferðisofbeldi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar rætt er um nauðganir er yfirleitt verið að fjalla um að karlar hafi nauðgað konum en sjaldnar að karlar nauðgi körlum. En það gerist líka að konur nauðga en það er þó miklu sjaldgæfara ef miðað er við tölfræðina. Hugsanlega skekkir það myndina að ef karl stígur fram og segir að sér hafi verið nauðgað getur hann átt von á að lítið verði gert úr honum og hann jafnvel hæddur og lítið gert úr málinu, þetta getur hugsanlega dregið úr áhuga karla á að tilkynna um slík brot.

Í nýlegri umfjöllun B.T. um kynferðisbrot af ýmsum toga var rætt við 44 ára karlmann sem var nauðgað af konu fyrir 19 árum. Með því að deila sögu sinni vill maðurinn reyna að brjóta niður það tabú sem nauðganir, framdar af konum, eru.

Hann var á tónleikum með vini sínum. Þeir fóru heim til vinarins ásamt konu að tónleikum loknum. Þar skemmtu þau sér og drukku áfengi. Þar sem maðurinn var þreyttur fór hann fyrstur að sofa og man ekkert fyrr en hann vaknaði við að konan var að nauðga honum.

„Ég vaknaði upp við að hún var á fullu. Ég spurði hvað í fjandanum hún væri að gera. Þá sagðist hún bara vera gröð og langaði til að stunda kynlíf.“

Hann sagði að konan hafi verið við að „ljúka sér af“ þegar hann vaknaði og hann hafi ekki náð að bregðast við vegna ástands síns.

„Það er eiginlega undarlegt að ég skyldi ekki vakna fyrr. Ég skil ekki hvernig ég gat „staðið mig“ án þess að vera „til staðar“.

Hann sagði að í fyrstu hafi hann bara hugsað með sér að þetta hefði verið mjög undarleg lífsreynsla en síðan rann upp fyrir honum að hann hefði í raun verið beittur kynferðislegu ofbeldi, hafi verið nauðgað.

Hann kærði málið ekki og segist skilja karla, sem ekki kæra ofbeldi sem þetta, vel.

„Ef ég hefði farið lengra með þetta er ég ekki í vafa um að fólk hefði gert grín að mér. Nær öllum sem ég hef rætt þetta við finnst þetta fyndið. Ég var þolandi kynferðisofbeldis en af því að ég er karl þá hlær fólk að því. 99 prósent hafa brugðist þannig við. Það er nánast bara konan mín sem hefur ekki hlegið. Fólk tekur mann ekki alvarlega og segir að maður eigi bara að vera ánægður því maður sé karl. Þetta er algjörlega óþolandi. Þótt maður sé karl getur maður líka verið fórnarlamb.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?