fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lögreglan í Malmö gefst upp á rannsóknum á „venjulegum“ afbrotum – Ástandið er óheyrilega slæmt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 06:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Malmö í Svíþjóð verða nú að ýta rannsóknum á „venjulegum“ afbrotum á undan sér og láta þær bíða betri tíma ef hann gefst einhvern tímann. Álagið á lögregluna í borginni er svo gríðarlegt að hún ræður ekki við rannsóknir sem þessar því nær allur tími hennar og kraftar fara í að takast á við þær fjölmörgu skotárásir sem eru gerðar í borginni.

Þetta sagði Erik Olof Jansåker, lögreglustjóri, á fréttamannafundi í gær. Hann sagði að rannsóknir á „venjulegum“ afbrotum verði einfaldlega að bíða svo lögreglan geti almennilega tekist á við þau alvarlegu afbrot sem skotárásirnar eru, ástandið sé óheyrilega slæmt.

Fréttamannafundurinn var haldinn í kjölfar morðs á ungum manni í Rosengård hverfinu á mánudaginn en hann var skotinn til bana á götu úti. 19 skotárásir hafa verið gerðar í Malmö það sem af er ári og hafa 10 látist í þeim. Jansåker sagði þetta sýna vel hversu alvarleg staðan er og hversu mikill óróleiki er meðal forhertustu afbrotamannanna.

Hann reyndi þó að róa almenning og sagði að lögreglan í Malmö teldi sig geta tekist á við þessa forhertu afbrotamenn. Hann sagði einnig að „þagnarmenningin“ meðal afbrotamanna geri lögreglunni erfitt fyrir við rannsóknir mála.

„Það eru um 200 manns sem standa á bak við þessi grófu afbrot og við teljum okkur hafa stjórn á þeim en það er erfitt að skera úr um hvaða ástæður liggja að baki skotárásunum hverju sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu