fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Draugabær auglýstur til sölu og seldur á skömmum tíma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 09:00

Cerro Gordo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirgefinn námubær í Kaliforníu var auglýstur til sölu í júní og nú hefur hann verið seldur fyrir 1,4 milljónir dollara. Í bænum, sem heitir Cerro Gordo, eru meðal annars hótel, bar og kirkja auk íbúðarhúsa. kaupandi bæjarins er hóteleigandinn Brent Underwood.

CNN hefur eftir honum að hann hafi keypt bæinn vegna sögu hans, hann sé áhugaverður hluti af sögu Bandaríkjanna og margir hafi orðið fyrir áhrifum frá honum.

Bærinn var upphaflega auglýstur til sölu á 925.000 dollara en 12 kaupendur voru um hitunina og því þurfti Underwood að greiða 1,4 milljónir fyrir bæinn.

Bærinn er við rætur Cerro Gordo fjallsins í Dauðadalnum og fylgir honum 300 hektara land en það svarar til um 160 knattspyrnuvalla.

Mortimer Belshaw hóf silfurvinnslu í bænum 1868 og gekk hún vel og ríkti velmegun í bænum næsta áratuginn en síðan lækkaði verð á silfri og þá lá leiðin niður á við. Auk þess varð mikill eldsvoði í bænum á níunda áratug nítjándu aldar og jafnaði bærinn sig aldrei almennilega á því.

Þegar kom fram á 1920 voru aðeins 10 starfsmenn við námuvinnslu í bænum og skömmu síðar var henni hætt. Þegar bærinn var upp á sitt besta var að jafnaði eitt morð framið þar í viku.

Frá því á þriðja áratug síðustu aldar hefur bærinn verið safn en nú ætlar Underwood að breyta bænum og gera fólki kleift að búa þar í langan tíma. Þar eiga að vera tónleikar, leiksýningar, veitingastaðir og vinnustofur listamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar