fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Allt í uppnámi í 11 manna þorpi – Dularfullt mál veldur mikilli óeiningu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 06:31

Hótelið í bænum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt mál setur svo sannarlega svip sinn á líf íbúa í þorpinu Larrimah í Ástralíu þessa dagana en þar búa aðeins 11 manns. Þorpið hefur komist í kastljós heimspressunnar vegna dularfulls hvarfs eins íbúanna, Paddy Moriarty 70 ára, sem hvarf fyrir átta mánuðum. Enginn þorpsbúa vill kannast við að hafa neitt með hvarf hans að gera en samt sem áður gruna allir alla um að vita eitthvað um hvarf Paddy.

New York Times skýrir frá þessu. Paddy hafði komið á eina bar bæjarins, Pink Panther, kvöldið sem hann hvarf. Hann fékk sér bjór og yfirgaf staðinn og síðan hefur ekkert til hans spurst. Það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Hann skyldi kúrekahattinn sinn eftir ofan á frystikistunni heima hjá sér og kjúkling í örbylgjuofninum.

Lögreglan hóf rannsókn á hvarfinu fjórum dögum eftir að Paddy hvarf. Lögreglan segir að hvarf hans sé „dularfullt“ og rannsakar málið sem morðmál. Allir íbúar þorpsins hafa verið yfirheyrðir. Þeir þvertaka allir fyrir að vita nokkuð um málið en gruna hina íbúana um að vita eitthvað um málið. Hundur Paddy hvarf líka.

Þetta er ekki eina dularfulla mannshvarfið á þessum slóðum. Þorpið stendur við Stuart þjóðveginn sem er orðlagður fyrir dularfull mál. Fyrir 17 árum hvarf breskur ferðamaður þegar hann var á ferð eftir veginum. Hann hefur aldrei fundist en samt sem áður var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt hann.

En hvarf Paddy er mikil ráðgáta og lögreglan hefur ekki komist neitt áleiðis við rannsókn málsins og því hætt við að óeining muni setja svip sinn á þorpslífið áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?