fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Bandaríkjamenn trúa klámstjörnu frekar en Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 19:30

Melania Trump, Donald Trump og Stormy Daniels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átti Donald Trump í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels eða ekki? Þau hafa sitt hvora söguna að segja um þetta en hvoru þeirra trúir þú? Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar þá trúa Bandaríkjamenn Daniels frekar en Trump.

Það voru Yougov og The Economist sem gerðu könnunina að sögn USA Today. 34 prósent aðspurðra sögðust trúa Daniels frekar en Trump en 30 prósent sögðust frekar trúa Trump.

Daniels hefur haldið því fram að Trump hafi greitt henni fyrir að skýra ekki frá sambandi þeirra sem á að hafa átt sér stað eftir að Trump kvæntist Melania. Lögmaður á snærum Trump á að hafa greitt Daniels 130.000 dollara í aðdraganda forsetakosninganna 2016 til að hún myndi ekki skýra frá sambandi þeirra.

Daniels birti þá mynd af sér og Trump og skýrði frá smáatriðum um kynlíf Trump í samtali við vikublað. Talsmenn forsetans hafa stöðugt haldið því fram að Daniels hafi fengið greitt til að koma í veg fyrir áralöng réttarhöld.

Afstaða þeirra sem tóku þátt í könnuninni ræðst þó töluvert af stjórnmálaskoðunum þeirra en 72 prósent repúblikana sögðust trúa Trump frekar en Daniels en hjá demókrötum sögðust 63 prósent frekar trúa Daniels. 1.500 manns tóku þátt í könnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu