fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 20:30

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu, Moon Jae-in og Kim Jong-un, ætla að hittast í Pyongyang í Norður-Kóreu í næsta mánuði til að ræða málefni ríkjanna. Á laugardaginn hefjast Asíuleikarnir í Indónesíu og munu lið Kóreuríkjanna ganga þar saman inn og ríkin senda sameiginleg lið til keppni í nokkrum greinum. Það virðist því sem samskipti ríkjanna fari stöðugt batnandi.

Ráðherrar frá báðum ríkjum funduðu í landamærabænum Panmunjom á mánudaginn og voru ýmis mál á dagskrá en leiðtogafundurinn var óneitanlega stærsta málið. Rætt var um Asíuleikana og að leyfa fjölskyldum, sem eru aðskildar vegna Kóreustríðsins, að hittast.

Leiðtogafundurinn hefur ekki verið dagsettur en þétt dagskrá er hjá báðum leiðtogunum og ekki er víst að undirbúningur fundarins muni ganga snurðulaust fyrir sig. Cho Myoung-gyon, ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu, segir að það séu ákveðnar hindranir sem þarf að yfirstíga áður en af fundinum getur orðið. Kjarnorkumálin eru ein þessarra hindrana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“