fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sænskur nasisti hugðist myrða tvo blaðamenn – Smíða sín eigin vopn – Vel gerð en líta sakleysislega út

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 05:24

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagi í Norrænu andspyrnuhreyfingunni, sem er hreyfing nasista, hefur verið ákærður fyrir að hafa ætlað að myrða tvo sænska blaðamenn. Þegar lögreglan gerði húsleit hjá honum fann hún nöfn blaðamannanna og myndir af heimilum þeirra. Öryggislögreglan, Säpo, segir að maðurinn hafi verið verið virkur félagi í Norrænu andspyrnuhreyfingunni og undir áhrifum af hugmyndafræði hennar.

Blaðamennirnir sem um ræðir starfa báðir hjá netmiðlinum Mittmedia. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Karin Näslund, aðalritstjóra miðilsins, að það sé rétt að blaðamennirnir hafi verið skotmörk.

„Já, ég get staðfest að því miður er þetta nýr raunveruleiki fyrir blaðamenn. Lýðræðislegu verkefni okkar er ógnað af ólýðræðislegum öflum. En það mun ekki koma í veg fyrir að við sinnum starfi okkar.“

Säpo segir að hinn ákærði sé miðaldra og sé mjög virkur í starfi Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar. Öryggislögreglan hafði fylgst með honum um hríð. Skotvopnaleyfi hans rann út í maí. Hann skilaði ekki skotvopni sínu til lögreglunnar og því var húsleit gerð hjá honum. Þar fann lögreglan fjölda óskráðra skotvopna og mikið af skotfærum. Einnig fundust nasistarit, hermannabúningar og fánar merktir Norrænu andspyrnuhreyfingunni.

Sænska ríkisútvarpið segir að lögreglan vilji ekki láta mikið uppi um manninn eða blaðamennina tvo. Verjandi mannsins segir að hann neiti öllum ákæruatriðum. Málið verður tekið fyrir hjá dómi þann 23. ágúst.

Smíða sín eigin vopn

Í leynilegri skýrslu frá Säpo kemur fram að félagar í Norrænu andspyrnuhreyfingunni, sem eru samtök nasista, smíði sín eigin vopn sem eru sögð vel úr garði gerð. Þetta vekur áhyggjur hjá Säpo. Lögreglumenn sem Sænska ríkistúvarpið ræddi við segja að það einkenni mörg þessara vopna að þau líti sakleysislega út.

Magnus Ranstorp, sem sérhæfir sig í rannsóknum á hryðjuverkum og kennir við sænska herskólann, segir að vopnin líti sakleysislega út og auðvelt sé að flytja þau, fela þau og nota. Þetta sýni að Norræna andspyrnuhreyfingin verði sífellt ofbeldisfyllri og þetta verði að ræða.

Lögreglan hefur fundið heimagerð vopn hjá nasistum í Sundsvall, Gautaborg og Stokkhólmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“