fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Bílbrunarnir í Svíþjóð eru himnasending fyrir Svíþjóðardemókratana – Segir ástæðu skemmdarverkanna vera misheppnaða samþættingu innflytjenda og getulausa lögreglu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 05:36

Skjáskot af Facebookútsendingu bílbruna fyrr í mánuðinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á íkveikjum í bílum í Gautaborg og víðar í fyrrinótt. Þá gengu ungir menn skipulega til verks og báru eld að tugum bíla en talið er að allt að 120 bílar hafi skemmst. Verst var ástandið í Gautaborg en einnig var kveikt í bílum annarsstaðar í vesturhluta landsins. Tveir ungir menn hafa verið handteknir vegna málsins og einn til viðbótar er eftirlýstur.

Viðbrögð stjórnmálamanna hafa verið hörð enda er kosningabaráttan í algleymingi en Svíar kjósa til þings þann 9. september. Åkesson segir að sænska lögreglan sé illa í stakk búin til að takast á við atburði sem þessa og nú þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Hann segir að flokkur hans sé reiðubúinn til að láta herinn aðstoða lögregluna ef þörf sé á. Ef ástandið versni enn frekar sé hann opinn fyrir að fá hjálp frá öðrum aðildarríkjum ESB. Í samtali við Aftonbladet sagði hann að þessi aðstoð gæti verið í formi lögreglumanna.

Åkesson varpar ábyrgð á málinu á Stefan Löfven, forsætisráðherra, og segir að ríkisstjórn hans beri ábyrgð á að lögreglan ráði ekki við ástandið.

„Fyrir tveimur árum lofaði Stefan Löfven að lögreglumönnum yrði fjölgað. Það sagði hann líka í dag en ekkert hefur gerst. Þvert á móti hefur lögreglumönnum fækkað.“

Åkesson segir að atburðirnir sýni að sænskt samfélag sé að hruni komið vegna misheppnaðrar samþættingar innflytjenda og hliðarsamfélaga.

„Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til að leysa þessi vandamál en hefur ekki orðið ágengt með neitt. Það er kominn tími til að skipta henni út.“

Svíþjóðardemókratarnir, sem eru hægriflokkur sem er efins um ESB-samstarfið og vill breyta stefnunni í innflytjendamálum, fékk þingmenn kjörna í fyrsta sinn 2010 og fékk 12,9 prósent atkvæða í kosningunum 2014. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eykur flokkurinn fylgi sitt mikið núna og er nú næst stærsti flokkur landsins. Flokkurinn hefur verið nær áhrifalaus á þingi fram að þessu þar sem hinir flokkarnir hafa útilokað hann og sniðgengið með öllu en líklega verður ekki hægt að ganga framhjá Svíþjóðardemókrötunum að næstu kosningum loknum.

Atburðirnir í fyrrinótt geta orðið banabiti Stefan Löfven sem forsætisráðherra og gætu aukið fylgi Svíþjóðardemókratanna mikið. Ef framhald verður á atburðum sem þessum gæti það gagnast Svíþjóðardemókrötunum enn frekar og bætt enn frekar við fylgi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“