fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Heilahristingur og heilaskaði auka líkurnar á sjálfsvígum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að það að fá heilahristing eða verða fyrir heilaskaða eykur líkurnar á að viðkomandi fremji sjálfsvíg. Þeim mun alvarlegri sem heilahristingurinn og heilaskaðinn eru þeim mun meiri eru líkurnar á sjálfsvígi hjá viðkomandi. En smávegis heilahristingur eykur einnig líkurnar.

Það voru vísindamenn við Geðhjúkrunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn sem framkvæmdu rannsóknina sem hefur verið birt í vísindaritinu Journal of the American Medical Association. Politiken skýrir frá þessu.

Haft er eftir Michael Eriksen Benros, aðalhöfundi rannsóknarinnar, að tengslin séu greinileg en hafi komið mjög á óvart. Tekið var tillit til annarra mikilvægra þátta, sem geta haft áhrif á niðurstöðurnar, í rannsókninni.

Fólk, sem verður fyrir alvarlegum höfuðáverkum og þarf að liggja á sjúkrahúsi, fremur nær tvöfalt oftar sjálfsvíg en þeir sem ekki verða fyrir höfuðáverkum. Ef áverkarnir eru alvarlegir og hægt er að sýna fram á heilaskaða með heilamyndatöku er hættan á að viðkomandi fremji sjálfsvíg 2,38 sinnum meiri en ella. Þetta þýðir að fyrir hvern 1, sem ekki er með heilaskaða, sem fremur sjálfsvíg fremja 2,38, með hafa hlotið slæma höfuðáverka, sjálfsvíg.

Hættan á að fólk fremji sjálfsvíg er mest fyrstu sex mánuðina eftir að fólk verður fyrir höfuðmeiðslum, eða þrefalt meiri en ella, en er áfram meiri það sem eftir er lífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk