fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Marsbíll NASA er týndur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 22:30

Opportunity. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill sandstormur hefur geisað á Mars undanfarnar vikur og þegar verst lét huldi hann alla plánetuna. Í þessum mikla óveðri missti bandaríska geimferðastofnunin NASA samband við Marsbílinn Opportunity Rover og enn hefur ekki tekist að ná sambandi við hann. Vonir fólks hjá NASA um að samband náist aftur við hann eru nú farnar að dofna allverulega.

Opportunity hefur nú verið á Mars í 15 ár og hefur sent mikið magn upplýsinga um Rauðu plánetuna til jarðar. Eitt það athyglisverðasta við bílinn er að hann var hannaður til að endast í 90 daga á yfirborði Mars en ljóst má vera að höndunum hefur ekki verið kastað til við hönnun hans og smíði fyrst hann hefur enst í 15 ár.

Það var fyrir tveimur mánuðum að sambandið við Opportunity rofnaði og síðan hefur ekkert heyrst frá honum. Bíllinn er knúinn sólarorku og hætt er við að sandstormurinn hafi þakið sólarsellur hans ryki og sandi og því geti hann ekki hlaðið rafhlöður sínar.

Enn er ekki öll von úti um að bíllinn geti farið aftur í gang en eftir því sem tíminn líður minnkar voninn um að það gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?