fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Næstu fjögur ár verða „óeðlilega“ hlý

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 05:14

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá mörgum að sumarið hefur verið ansi blautt hér á landi en á sama tíma hafa margir nágrannar okkar í Evrópu glímt við mikla hita og þurrka. Samkvæmt nýrri rannsókn þá má reikna með að næstu fjögur ár verði mjög hlý, óeðlilega hlý.

Vísindamenn þróuðu nýja tækni við útreikninga og gerð á veðurspám en hún kallast Procast (Probabilistic forecast) en með henni er reynt að hagræða ruglingslegri hegðun kerfa eins og veðurkerfa. Tæknin notar upplýsingar um fyrri breytingar á kerfum við útreikning á líkunum á breytingum í framtíðinni.

Samkvæmt spánni verða árin 2018 til 2022 mun hlýrri en vænta má vegna duttlunga í loftslagsbreytingunum sem hafa hægt á hnattrænni hlýnun á undanförnum árum. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að meðalhiti á landi og í sjó um allan heim verði mjög hár fram til 2022. Þetta hefur í för með sér auknar líkur á öfgafullu veðri.

Rétt er að hafa í huga að rannsóknin var gerð áður en hinir miklu hitar skullu á ýmsum svæðum heimsins í sumar. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications en þangað var henni skilað til birtingar í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni