fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Reyndi að stela bakpoka frá ferðamanni – Sá brást snarlega við og handsamaði þjófinn og batt við staur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 06:28

Þjófurinn bundinn við staur. Mynd:Dublin Live

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það reyndist ekki ferð til fjár hjá ónefndum manni sem hugðist stela bakpoka af ferðamanni á þriðjudaginn. Hann læddist að ferðamanninum og reyndi að taka bakpokann en ferðamaðurinn, sem er frá Bandaríkjunum, brást snarlega við og handsamaði þjófinn og batt hann við staur.

Þetta gerðist á þriðjudagskvöldið í miðborg Dyflinnar á Írlandi. Samkvæmt frétt Dublin Live þá fékk þjófurinn nokkur högg frá ferðamanninum sem sjónarvottar segja að sé „stór maður“ áður en hann var bundinn við staur. Nærstaddir skemmtu sér að sögn hið besta yfir þessum maklegu málagjöldum sem þjófurinn fékk.

Eftir að hafa bundið þjófinn við staurinn kallaði ferðamaðurinn snarráði á lögreglumann sem hann sá nærri og var þjófurinn handtekinn á meðan nærstaddir stóðu og hlógu að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku