fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Dularfullt hvarf 14 ára danskrar stúlku – Enginn veit hvar hún er en hún er á lífi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 06:12

Therese Jakobsen. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. júní síðastliðinn fór Therese Jakobsen, 14 ára, frá Sdr. Bork Efterskole á Jótlandi og síðan hefur ekki tekist að hafa upp á henni. Vitað er að hún er á lífi því hún hefur verið í sambandi við nokkra aðila sem hún tengist sterkum böndum en enginn þeirra er nokkru nær um hvar hún heldur sig. Lögreglan telur ekki að Therese sé fórnarlamb glæps en er engu nær en aðrir um hvar hún er.

Lýst hefur verið eftir henni í fjölmiðlum, myndir birtar af henni og hennar hefur verið leitað. TV2 hefur eftir talskonu lögreglunnar á Mið- og Vestur-Jótlandi að lögreglan telji ekki að Therese hafi verið unnið mein en fjölskylda hennar og lögreglan vilji að hún komi heim. Fólk er því beðið um aðstoð og hvatt til að hringja í lögregluna ef það hefur einhverjar upplýsingar um dvalarstað Therese.

Therese er 158 sm á hæð, með sítt ljóst hár, samsvarar sér vel í vexti, er hugsanlega með gleraugu og er með fæðingarblett á hægri kinninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt