fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Banna ríkum dómsdagsspámönnum að kaupa fasteignir á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 19:00

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisskortur, hækkandi fasteignaverð og fjölgun heimilislausra. Þetta er staðreynd á Nýja-Sjálandi og kennir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, efnuðum dómsdagsspámönnum meðal annars um. Hún segir að þeir þrýsti verðinu á fasteignum upp.

Dómsdagsspámennirnir sem hún á við er fólk sem er þess fullvisst að einhverjar miklar hörmungar muni dynja yfir heiminn og kjósa að undirbúa sig undir þær hamfarir. Það er svo ansi misjafnt hvaða hamfarir þetta fólk óttast. Sumir óttast að loftsteinn skelli á jörðinni, aðrir að fjármálakerfið hrynji, aðrir að heimsfaraldur banvænna sjúkdóma herji á okkur mannkynið og enn aðrir óttast að til kjarnorkustríðs komi.

En þetta fólk á það sameiginlegt að undirbúa sig undir þessar yfirvofandi hörmungar með því að sanka að sér nauðsynjum á borð við mat og vatn og auðvitað skotvopnum og skotfærum. Þeir efnuðust úr þessum hópi hafa undanfarin ár keypt fasteignir og landareignir á Nýja-Sjálandi til að koma sér upp stað þar sem þeir telja sig nokkuð örugga enda er Nýja-Sjáland ekki beint í alfaraleið.

Í umfjöllun The Sydney Morning Herald kemur fram að meðal þeirra sem hafa keypt sér fasteignir á Nýja-Sjálandi í þessu skyni séu Peter Thiel, stofnandi PayPal, Reid Hoffmann, stofnandi LinkedIn, og Matt Lauer, fyrrum þáttastjórnandi hjá NBC.

Í miðborg Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, eru útlendingar um 19 prósent fasteignakaupenda. Flestir eru frá Kína, síðan koma Ástralir, Bretar og fólk frá Hong Kong.

Í kjölfar þess að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna hafa sífellt fleiri Bandaríkjamenn keypt sér fasteignir á Nýja-Sjálandi.

En nú hefur verið lokað á þetta með nýjum lögum sem voru samþykkt í síðustu viku. Samkvæmt þeim mega útlendingar ekki kaupa fasteignir eða jarðir. Þetta bann nær þó ekki til Ástrala og fólks frá Singapore. Þá mega útlendingar kaupa nýjar íbúðir í stórum fasteignaverkefnum og í fjölbýlishúsum en þetta þykja ekki spennandi kostir fyrir þá sem óttast dómsdag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“