fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Flúði aftur til Írak eftir að hún mætti liðsmanni Íslamska ríkisins á götu í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 22:30

Fáni Íslamska ríkisins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashwaq Haji Hami, 19 ára, er af ættum Jasída en hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) myrtu mörg þúsund Jasída í Írak árið 2014. Hún hefur verið eitt helsta umfjöllunarefni þýskra fjölmiðla undanfarna daga eftir að hún flúði frá Þýskalandi til Írak eftir að hafa mætt liðsmanni IS tvisvar á götu úti í Þýskalandi.

Maðurinn heitir að hennar sögn Mohammed Rashid en er kallaður Abu Humam. Hann tók hana til fanga 2014 og pyntaði og misnotaði kynferðislega. Hami segist hafa snúið aftur heim af ótta við að rekast aftur á Rashid. Hún dvelur nú í flóttamannabúðum á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Írak.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að þýsk yfirvöld hafi ekki verið reiðubúin til að aðstoða Hami og að henni hafi verið sagt að Rashid væri flóttamaður í Þýskalandi eins og hún. Talsmaður þýskra innflytjendayfirvalda sagði um helgina að rætt hafi verið við Hami en þær upplýsingar sem hún veitti yfirvöldum hafi ekki verið nægilega nákvæmar. Þegar yfirvöld hafi síðan ætlað að fylgja málinu betur eftir hafi Hami verið farin frá Þýskalandi.

Fréttamenn AP ræddu við hana í flóttamannabúðum í Írak. Hún sagði þeim að hún hafi verið tekin til fanga af hópi liðsmanna IS í ágúst 2014. Hún hafi verið gerð að þræl og misnotuð kynferðislega af fyrrgreindum Rashid.

Hún sagðist hafa rekist á hann í Þýskalandi 2016 og aftur nú í febrúar í Schwäbisch Gmünd í suðvesturhluta landsins. Hún sagðist ekki í minnsta vafa um að þetta hafi verið hann, hún muni alltaf þekkja andlit hans því hann hafi lamið hana svo oft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?