fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hrottalegt morð á Svía á Spáni – Hnífur – Skotvopn – Skófla – Æsilegur flótti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 07:26

Skófla sem talið er að hafi verið notuð til að lumbra á mönnunum. Mynd:Spænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottalegt morðmál er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Malaga á Spáni. Fimm menn tengjast málinu og allt eru það Svíar að sögn spænskra fjölmiðla. Hnífur, skotvopn, skófla og æsilegur flótti koma við sögu í málinu.

Það var á föstudagskvöldið sem nágrannar hringdu í lögregluna eftir að þeir heyrðu öskur berast frá húsi í Mijas, sem er sunnan við Malaga. Þegar lögreglan kom á staðinn fann hún tvo menn sem höfðu báðir verið stungnir og skotnir.

Annar maðurinn var bundinn og lést á vettvangi en hinn var fluttur á sjúkrahús en hann er sagður vera í lífshættu. Diario Sur segir að svo virðist sem meintir gerendur hafi talið að maðurinn væri einnig látinn. Hann hafði lifað pyntingarnar af og náð að skríða út úr húsinu og biðja um hjálp.

Spænskir fjölmiðlar segja að málið tengist fíkniefnaviðskiptum.

Sevilla ABC hefur eftir lögreglumönnum sem komu á vettvang að hann hafi verið eins og „martröð“. Mennirnir höfðu verið bundnir fastir og voru með mörg opin sár. El Mundo segir að þeir hafi verið numdir á brott og pyntaðir.

Myndir frá vettvangi sýna blóðá gólfum og hlutum, blóðuga skóflu sem talið er að gerendurnir hafi notað og bönd sem talið er að mennirnir hafi verið bundnir með.

Snemma á laugardaginn voru þrír Svíar á þrítugsaldri handteknir eftir samvinnu spænsku og sænsku lögreglunnar. Þeir eru grunaðir um mannrán, morð, morðtilraun og frelsissviptingu. Þeir reyndu að flýja frá lögreglunni en með aðstoð sænsku lögreglunnar tókst að bera kennsl á þá og spænska lögreglan komst að hvaða bíl þeir óku. Þegar lögreglunni tókst að staðsetja bílinn reyndu þremenningarnir að flýja og komust í gegnum margar hindranir lögreglunnar. Mennirnir eru taldir hafa ætlað að komast yfir til Marokkó í Afríku. Það tókst þeim þó ekki því þeir voru handteknir nærri Gíbraltar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf