fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Þetta eru áhrifin á líkamann ef þú borðar haframjöl daglega

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 19:30

Hafragrautur er góður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haframjöl er ekki bara fyrir börn því hollusta þess nær einnig til fullorðinna. Það er upplagt í morgunmat og mun hollara og betra fyrir líkamann en mörg hinna hefðbundnu morgunkorna sem margir borða.

Haframjöl með mjólk er því eiginlega kjörið sem morgunmatur enda kemur það fólki vel af stað inn í daginn. Á vef Dagens var nýlega greint frá nokkrum góðum áhrifum sem haframjöl hefur á líkamann.

Það er gott fyrir blóðsykurinn. Haframjöl inniheldur beta glúkan sem leggur sitt af mörkum við að koma jafnvægi á blóðsykurinn.

Haframjöl verndar gegn krabbameini í maga og þörmum. Þetta hefur komið fram í mörgum rannsóknum.  Þetta er vegna mikils trefjainnihalds þess en hver 10 grömm af trefjum í matnum draga 10 prósent úr líkunum á að fá krabbamein í þarma.

Haframjöl er gott fyrir línurnar.  En margir eru að reyna að passa að þær fari ekki alveg úr böndunum. Ef fólk vill léttast þá getur haframjöl komið að gagni. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar sýna að þeir sem borðuðu haframjöl voru lengur mettir en þeir sem borðuðu kornflex. Þessi langi mettunartími og blóðsykur í jafnvægi auðvelda fólki að hafa stjórn á matarlystinni og sleppa því að nasla.

Haframjöl vinnur gegn hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Það er ekki verra fyrir hjartað að fólk borði haframjöl en niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Harvard háskólann í Bandaríkjunum benda til að ef fólk borðar haframjöl daglega minnki dánarlíkurnar af völdum alvarlegra sjúkdóma um 20 til 23 prósent. Það eru 30 prósent minni líkur á að konur sem borða haframjöl minnst tvisvar í viku fái alvarlega sjúkdóma.

Haframjöl inniheldur mikið af andoxunarefnum. Í haframjöli er andoxunarefni sem heitir Avenanthramide en það er ekki í mörgum öðrum fæðutegundum. Þetta andoxunarefni hefur þann kost að það lætur æðarnar víkka þannig að blóðrennslið verður auðveldara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku