fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Spillingarmál ógnar argentínskri elítu – Bílstjórar voru látnir flytja peningapoka á milli staða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 21:00

Frá Buenos Aires. Mynd:Fernanda LeMarie/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sextán manns hafa verið handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu spillingarmáli í Argentínu. Það var bílstjórinn Oscar Centero sem hratt málinu af stað með því að gefa sig fram við yfirvöld og skýra frá vitneskju sinni. Hann hafði haldið nákvæmar dagbækur yfir störf sín sem bílstjóri og þar á meðal yfir ítrekaða peningaflutninga á árunum 2005 til 2015 en peningarnir voru sendir til ýmissa embættismanna.

Hann skráði einnig hjá sér hverjir sendu peningana hverju sinni en það var fólk í atvinnulífinu en svo vildi einmitt til að þetta sama fólk fékk á sama tíma stór opinber verkefni í sinn hlut. Á grunni þess sem kemur fram í dagbókunum hafa 16 manns úr elítu landsins nú verið handteknir. Þetta vekur athygli í landi þar sem spillingarmál hafa sjaldan haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem hafa verið viðriðnir þau og dómar hafa ekki þótt þungir.

Flestir þeirra sem tengjast þessu máli eru nánir bandamenn Néstor Kirchner, fyrrum forseta, og eiginkonu hans, Cristina Fernández de Kirchner, sem einnig var forseti. Saksóknari segir að þau hjónin hafi verið höfuðpaurarnir í mútunum.

Sumir hafa líkt þessu máli við hið svokallað Car Wash mál sem kom upp í Brasilíu og endaði með að rúmlega 100 manns, þar á meðal Luiz Inácio Lula da Silva, voru dæmdir fyrir spillingu.

Centeno hélt dagbækur á meðan hann var bílstjóri Roberto Baratta sem var valdamikill ráðherra. Rætt hefur verið um að múturnar hafi numið 53 milljónum Bandaríkjadala en sérfræðingar segja að talan sé líklega mun hærri, allt að 160 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf