fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þingmaður fékk ítrekað greiddan aksturskostnað á meðan hann var erlendis

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 07:03

Michael Svensson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og Michael Svensson, þingmaður Moderaterna í Svíþjóð, var erlendis rukkaði hann sænska þingið um aksturskostnað innanlands. Frá árinu 2014 hefur hann fengið greiddar 378.000 sænskar krónur í aksturspeninga.

Aftonbladet skýrir frá þessu í dag og ber saman utanlandsferðir Svensson og rukkanir hans um aksturspeninga. Hann rukkaði þingið einnig um aksturspeninga fyrir ákveðinn akstur innanlands þegar hann var allt annarsstaðar í landinu á þeim tíma er hann sagðist hafa verið við akstur.

Svensson rukkaði þingið um aksturspeninga í janúar en þá sagðist hann hafa ekið 1.040 km þar á milli Falkenberg og Stokkhólms og til baka. Hann sagðist einnig hafa ekið til Gautaborgar, Jönköping og Borås. Í heildina krafði hann þingið um greiðslu fyrir 1.800 km akstur. En vandinn er bara sá að á þessum tíma var hann í fríi í Taílandi.

Þann 28. október 2017 fór hann til Ísrael í eina viku. Hann birti mynd af sér á Facebook þann 31. október þar sem hann var staddur í Jerúsalem. En samkvæmt akstursskýrslum hans var hann að aka á milli Falkenberg og Stokkhólms þennan sama dag.

Svona heldur upptalning Aftonbladet áfram og tekin eru dæmi af rukkunum Svensson á aksturskostnaði innanlands í Svíþjóð á meðan hann var í Þýskalandi, á Kanaríeyjunum, í Frakklandi, Austurríki og á Taívan.

Fyrir þessar ferðir, sem voru ekki farnar, fékk hann greiddar 15.000 sænskar krónur. Hann hefur fengið um 15.000 sænskar krónur í aksturspening á mánuði ofan á þingfararkaupið sem er 65.400 krónur.

Svensson virðist einnig hafa rukkað fyrir akstur innanlands daga sem hann var heima hjá sér eftir því sem hann sagði á Facebook.

Svensson vildi ekki tjá sig um málið við Aftonbladet annað en að í tölvupósti sagði hann að um „mistök og kæruleysi“ væri að ræða.

Þingkosningar eru í Svíþjóð þann 9. september og er þetta mál líklegt til að hafa áhrif á gengi Svensson og flokks hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig