fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hrikaleg meiðsl eftir „hringekju dauðans“

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. september 2018 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu ára piltur má teljast heppinn ef hann nær sér að fullu eftir ljótan hrekk eldri drengja. Pilturinn sem um ræðir, Tyler Broome, var staddur á leikvelli þegar hópur eldri drengja kom að honum.

Á leikvellinum er hringekja og höfðu piltarnir séð myndbönd af hættulegum leik sem snýst um að halda sér á hringekju á meðan henni er snúið af miklu afli. Hér dugar handaflið eitt ekki til og er mótorhjól oftar en ekki notað til að hringekjan nái sem mestum hraða. Það er einmitt það sem unglingarnir gerðu, en þessi gjörningur gengur stundum undir nafninu hringekja dauðans – og ekki að ástæðulausu.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér fór Tyler, sem er búsettur í Tuxford í Nottinghamshire á Englandi, illa út úr þessum hættulega leik. Augu hans bólgnuðu mjög vegna þyngdarkraftsins og segja læknar að mögulega verði Tyler í aukinni áhættu á að fá heilablóðfall í framtíðinni.

Myndband af atvikinu hefur verið birt í breskum fjölmiðlum. Á því má sjá Tyler, að því er virðist meðvitundarlausan, á hringekjunni á meðan ungmennin halda áfram að snúa henni.

Móðir Tylers, Dawn Hollingworth, segir að ungmennin hafi ætlað að leika eftir myndband sem þau sáu á YouTube. Hún segir að Tyler sé enn á spítala og hún vonist til þess að bólgurnar minnki svo hægt sé að meta hvort einhver varanlegur skaði hafi orðið. Læknar telji að um 4-6 vikur líði þar til það kemur í ljós.

Eftir að Tyler komst undir læknishendur skrifaði Dawn færslu um málið á Facebook þar sem hún varaði við afleiðingum þessa hættulega leiks. Hvetur hún börn – og unglinga – að láta af því að leika þetta eftir enda geta afleiðingarnar verið skelfilegar, eins og þetta dæmi sýnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“