fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Miklum menningarverðmætum stolið í innbroti í heimahús – 50 milljónum heitið fyrir upplýsingar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. september 2018 10:00

Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi var brotist inn í einbýlishús í Gentofte í Kaupmannahöfn og þaðan stolið miklum menningarverðmætum í formi glæsilegra silfurmuna. Munirnir eru metnir á allt að 10 milljónir danskra króna eða sem svarar til rúmlega 170 milljóna íslenskra króna. Eigandi þeirra hefur heitið 3 milljónum danskra króna, sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem verða til þess að munirnir finnast.

Þjófunum tókst að komast framhjá þjófavarnarkerfi í húsinu með því að fara inn á aðra hæð þess með því að klifra upp stiga. Stiginn var skilinn eftir á vettvangi og hefur lögreglan birt myndir af honum og vonast til að eigandi hans gefi sig fram svo hægt sé að kortleggja hvar hann var tekinn. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er stiginn „merktur“ með þremur svörtum blettum og vonast lögreglan að það verði til að eigandi hans átti sig á hvar stiginn er núna.

Blettirnir þrír á stiganum. Mynd:Danska lögreglan.

Silfurmunirnir eru taldir vera mikil menningarverðmæti en þeir eru frá sautjándu og átjándu öld. Um er að ræða kertastjaka, súpuskálar og fleira. Ekki verður auðvelt að koma hlutunum í verð því þeir falla undir lög um danskan menningararf og geta uppboðshús ekki selt þá.

Tveir hinna stolnu muna. Mynd:Danska lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt