fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Landamæravörður handtekinn eftir tveggja vikna morðæði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. september 2018 06:09

Landamæraverðir í Texas. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur landamæravörður, Juan David Ortiz, var handtekinn á sunnudaginn grunaður um að hafa myrt fjórar konur á tveimur vikum og að hafa ætlað að myrða þá fimmtu. Sú náði að flýja frá honum og gera lögreglunni viðvart.

Ortiz, sem er 35 ára, gegndi stöðu yfirmanns hjá landamæraeftirlitinu í Texas. Hann var handtekinn aðfaranótt sunnudags á bílastæði í Laredo í Texas eftir leit lögreglunnar en hann hafði flúið frá lögreglunni daginn áður. Hann er grunaður um að hafa myrt fjórar vændiskonur frá því í byrjun mánaðarins.

Kona, sem væntanlega átti að verða fimmta fórnarlamb hans, náði að flýja frá honum á bensínstöð og gera lögreglumanni, sem þar var staddur, viðvart.

Saksóknari í Webb sýslu, Isidro Alaniz, sagði að embættið telji Ortiz vera raðmorðingja. Hann sagði að fimmta konan hafi fljótlega áttað sig á að hætta var á ferðum eftir að Ortiz tók hana upp í bíl sinn og hafi því flúið frá honum. Alaniz sagði að ekki væri talið að Ortiz hafi átt samverkamenn og ekki sé vitað hvað býr að baki morðunum.

Tvær hinna myrtu voru bandarískir ríkisborgarar en ekki er vitað um þjóðerni hinna tveggja. Allar störfðu þær sem vændiskonur. Ein þeirra var trans kona að hans sögn. Lík þeirra fundust fyrr í mánuðinum við Interstate 35 þjóðveginn í norðvesturhluta Webb sýslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni