fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hefndi sín grimmilega á fyrrverandi – Ótrúlegt umgengnismál og lögreglan vissi ekki hverju hún átti að trúa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var ótrúlegt umgengnismál tekið fyrir í sjónvarpsþættinum Missing á BBC One. Þar var sögð saga John sem tilkynnti um hvarf sonar síns, Tyler, á síðasta ári. Hann hafði þá ekki séð soninn í tvö ár og taldi að barnsmóðir sín, Tracey Hardy, væri að halda honum frá honum. Drengurinn var þá orðinn fimm og hálfs árs gamall.

Lögreglan hóf rannsókn á málinu og óhætt er að segja að lögreglumennirnir hafi ekki vitað hvernig þeir áttu að bregðast við þegar sannleikurinn kom í ljós. Hægt er að sjá umfjöllun BBC um málið neðar í þessari grein.

John hafði kynnst Tracey nokkrum árum áður og þau áttu í ástarsambandi í um þrjú ár. Hún var barnshafandi að hans sögn þegar upp úr sambandi þeirra slitnaði. John hitti soninn reglulega allt þar til 2015 þegar Tracey lokaði alveg á alla umgengni. John greiddi henni 15.000 pund í meðlag og til framfærslu sonarins og stóð straum af lögmannskostnaði vegna deilna þeirra um forræði yfir Tyler.

Þegar lögreglan fór að rannsaka málið þvertók Tracey fyrir að eiga soninn Tyler. Samkvæmt opinberum gögnum þá hafði hún aðeins eignast eitt barn og var það stúlka sem fæddist fyrir 21 ári. Lögreglan fékk ljósmyndir frá John en á þeim sást hann með Tracey og Tyler. Þrátt fyrir þvertók Tracey fyrir að eiga Tyler eða vita nokkuð um hann. Lögreglan fór því að halda að John væri einfaldlega að ímynda sér þetta allt saman en sannleikurinn var eiginlega enn ótrúlegri þegar hann kom loks í ljós.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá umfjöllun BBC um málið en fyrir neðan hana verður gerð grein fyrir málalokum.

 

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Tracey sagði satt um að hún hefði aldrei eignast son. Hún hafði einfaldlega fengið barn vinkonu sinnar „lánað“ þegar kom að umgengni og talið John trú um að hann væri faðir drengsins. Þetta gerði hún í þeim tilgangi að svíkja fé út úr John. Þetta var honum að vonum mikið áfall.

„Þetta er líklega það versta sem ég hef upplifað í lífinu.“

Sagði hann.

Hardy játaði þetta fyrir lögreglunni og sagðist hafa verið að hefna sína á John og hafi notað tækifærið til að svíkja fé út úr honum. Hún var sakfelld fyrir fjársvik og dæmd í tveggja ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug