fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Úlfar Pútíns hafa opnað evrópskar höfuðstöðvar í Slóvakíu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 16:30

Aleksander Zaldostanov og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesku bifhjólasamtökin Næturúlfarnir hafa nú opnað höfuðstöðvar samtakanna í Slóvakíu en þær eiga að vera einhverskonar evrópskar höfuðstöðvar samtakanna. Meðlimir samtakanna eru ekki saklausir áhugamenn um bifhjól því þeir hafa komið víða við í vafasömum aðgerðum á vegum rússneskra stjórnvalda. Má þar nefna innlimun Krím í Rússland. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur margoft hlaðið þau lofi. En þeir sem eru ekki eins hrifnir af samtökunum segja að þau séu leyniher Pútíns sem sé notaður til að skapa ójafnvægi á svæðum sem Rússar vilja sýna áhrif sín. Samtökin vegsama Stalín og eru í góðum tengslum við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.

Nýju höfuðstöðvarnar eru nærri Bratislava, í þorpi um 60 km frá höfuðborginni, á svæði þar sem landamæri Slóvakíu, Tékklands og Austurríkis eru. Húsið er nýuppgert, málað í herlitum og umgirt með tveggja metra vegg með gaddavír efst. Innan girðingarinnar eru ýmis hertól.

Radio Free Europe/Radio Liberty, sem er fjármagnað af bandarískum stjórnvöldum, skýrir frá þessu. Blaðamenn miðilsins hafa tekið myndir úr lofti af höfuðstöðvunum og hafa því getað sagt hvað er bak við múrinn góða.

Næturúlfarnir segja sjálfir að þeir ætli bara að opna safn í Slóvakíu til að dásama Rauða herinn. Hertólin við húsið eru gömul en eru í eigu varnarmálaráðuneytisins. Þar hefur einn yfirmaður verið látinn taka pokann sinn fyrir að leigja Næturúlfunum hertólin.

Slóvakar eru ekki hrifnir af samtökunum enda muna margir landsmenn eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1969 en Slóvakía var þá hluti af Tékkóslóvakíu. Andrej Kiska, forseti landsins, sagði nýlega að Næturúlfarnir væru „alvarleg öryggisógn“. Leiðtogi Næturúlfanna, Alexander Zaldostanov, svaraði forsetanum fljótlega á heimasíðu Úlfanna og sagði að forsetinn ætti að hafa í huga að það hafi verið Slóvakar sem opnuðu höfuðstöðvarnar en ekki Rússar og að þetta hafi ekki verið gert að frumkvæði Rússa. Frumkvæðið hafi komið frá evrópskum borgurum sem leiti sannleikans og hafi fundið hann hjá Næturúlfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt