fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Bankastjóri Danske Bank hættir í skugga peningaþvættishneykslis

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 07:11

Danske Bank er stærsti banki Danmerkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir stundu var tilkynnt að Thomas F. Borgen, aðalbankastjóri Danske Bank, stærsta banka Danmerkur, muni láta af störfum. Þetta er bein afleiðing af peningaþvættishneykslinu sem Danske Bank er viðriðinn. Málið er eitt það stærsta í Evrópu í gegnum tíðina og ef verstu grunsemdir manna reynast á rökum reistar þá er málið eitt það stærsta ef ekki það stærsta sem nokkru sinni hefur komið upp í heiminum.

Borgen mun halda áfram að starfa fyrir bankann þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. Í tilkynningu frá Danske Bank er haft eftir Borgen að þrátt fyrir að niðurstaða óháðrar lögmannsstofu sé að hann hafi uppfyllt skyldur þær sem eru lagðar á hann lögum samkvæmt telji hann best að stíga til hliðar. Skýrsla lögmannsstofunnar verður birt síðar í dag.

Thomas F. Borgen. Skjáskot/YouTube

Samkvæmt því sem hefur komið fram í dönskum, breskum og bandarískum fjölmiðlum undanfarið virðist útibú Danske Bank í Eistlandi hafa verið notað til mikilla fjármagnsflutninga frá 2007 til 2015 og ekki sé annað að sjá en að stórfellt peningaþvætti hafi átt sér stað í útibúinu.

Wall Street Journal skýrði nýlega frá því að um 3.000 erlendir viðskiptavinir útibúsins hafi flutt um 960 milljarða danskra króna í gegnum það á þessu tíma. Áður hafði Berlingske skýrt frá því að 53 milljarðar danskra króna hafi verið fluttir í gegnum útibúið og leiki grunur á að þar hafi verið um peningaþvætti að ræða. Margir þessara 3.000 viðskiptavina eru Rússar og fólk sem þykir vafasamt af ýmsum ástæðum.

Málið er nú til rannsóknar hjá dönskum, eistneskum og bandarískum yfirvöldum. Ef grunsemdir manna um peningaþvætti reynast á rökum reistar á bankinn háar sektir yfir höfði sér. Sektir sem nema tugum milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Í gær

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn