fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Einföld hugmynd ESB til að taka á flóttamannavandanum er kannski ekki svo góð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB hefur þörf fyrir Afríku til að takast á við flóttamannavandann og af þeim sökum á að styrkja sambandið við Afríkuríkin. Það sem lúrir á bak við þetta er að ESB vill reisa flóttamannamiðstöð í norðanverðri Afríku. Þegar flóttamönnum er bjargað úr Miðjarðarhafi verða þeir fluttir í þessa flóttamannamiðstöð í stað Evrópu. Þar bíða þeir á meðan mál þeirra er afgreitt og skorið úr um hvort þeir eigi rétt á hæli í Evrópu eða séu svokallaðir efnahagslegir flóttamenn sem eru að flýja efnahagsástandið heima fyrir og eiga því ekki rétt á hæli í Evrópu.

Þetta virðist vera einfalt en er það í raun ekki. Þetta mun vekja hugsanir hjá þeim sem vilja komast til Evrópu um hvort þeir eigi að setjast upp í litla báta og reyna að komast yfir Miðjarðarhafið og vonast til að verða bjargað til að komast í búðirnar. Eða verður kannski hægt að mæta bara í flóttamannabúðirnar og sækja um hæli í Evrópu? Bent hefur verið á að ef slík flóttamannamiðstöð verður reist muni það jafnvel draga enn fleiri flóttamenn í átt að Evrópu en annars.

ESB hefur fundað stíft með fulltrúum ríkja í norðanverðri Afríku um þessi mál en lítið hefur komið út úr þeim fundarhöldum nema hvað flest Afríkuríkin hafa vísað hugmyndinni á bug og eru ekki reiðubúin til að hafa slíkar flóttamannabúðir.

Hugmyndin um flóttamannabúðirnar hefur heldur ekki verið mótuð mjög ítarlega. Ekki hefur verið rætt um hversu lengi flóttamenn eiga að dvelja í þeim, hvernig á að vernda þá og hvar þeir geta fengið hæli.

Framkvæmdastjórn ESB hefur sent frá sér nokkra minnispunkta um búðir sem þessar og þar kemur meðal annars fram að þær þurfi að reisa eins langt frá Miðjarðarhafinu og hægt er til að koma í veg fyrir að fólk reyni margoft að fara yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. En allt er þetta á byrjunarreit og óvíst hvort nokkuð verði af þessu enda þurfa ESB og Afríkuríkin að ná samstöðu um þetta og óljóst er hversu mikill áhugi Afríkuríkjanna er á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu