fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Kóreuríkin ætla að sækja saman um að halda Ólympíuleikana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 05:24

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu funda í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þessa dagana. Í nótt tilkynntu þeir að þeir hefðu náð samkomulagi um að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna sem og að fjarlægja 11 landamærastöðvar. Auk þess ætla ríkin að vinna saman að leit að líkamsleifum fólks sem lést í Kóreustríðinu. Þá ætla ríkin að sækja um að fá að halda Ólympíuleikana í sameiningu.

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, tilkynntu þetta á fréttamannafundi í nótt. Kim Jong-un sagði við það tækifæri að þetta væri eitt skref fram á við í átt að friði á Kóreuskaga. Moon Jae-in sagði að Norður-Kórea muni taka ákveðin skref í átt að kjarnorkuafvopnun þegar hann ræddi hvað leiðtogarnir hefðu rætt um á fundi sínum. Hann sagði að Kim Jong-un hafi samþykkt að loka tilraunastöð fyrir eldflaugar og leyfa alþjóðlegum sérfræðingum að vera viðstöddum.

Leiðtogarnir náðu samkomulagi um að fjarlægja allar hættur sem geta valdið stríði á skaganum að sögn Moon og hann sagði að ekki væri svo langt í algjöra kjarnorkuafvopnun. AP segir að Kim hafi gert þá kröfu að Bandaríkin taki samskonar skref ef Norður-Kórea eigi að loka stærstu kjarnorkutilraunastöð landsins.

Leiðtogarnir ákváðu að setja sameiginlega hernaðarnefnd á laggirnar sem á að skoða hvernig er hægt að draga úr spennunni á milli ríkjanna.

Leiðtogarnir ákváðu að koma upp einhverskonar „stuðpúðasvæði“ á milli ríkjanna til að draga úr hættunni á átökum. Þá á að leggja 11 landamæragæslustöðvar af á næstu tveimur mánuðum og lokamarkmiðið er að fjarlægja allar slíkar stöðvar. Einnig var ákveðið að tengja járnbrautarlestarkerfi ríkjanna til að fjölskyldur, sem eru aðskildar í ríkjunum tveimur, geti hist á nýjan leik. Þá ætla ríkin að vinna saman að heilsugæsluverkefnum.

En ekki síst ætla þau í sameiningu að sækja um að fá að halda sumarólympíuleikana 2032.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“