fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Martröð ofurfyrirsætu: Bitin 90 sinnum og vill bætur frá hótelinu

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langaði til að rífa af mér húðina,“ segir brasilíska ofurfyrirsætan Sabrina Jales St Pierre. Sabrina þessi er býsna vinsæl og hefur hún til dæmis starfað fyrir Victoria’s Secret, Tommy Hilfiger, Ralph Lauren og Valentino.

Hún lenti í leiðinlegu atviki þegar hún dvaldi á hóteli í Suður-Kaliforníu árið 2016. Sabrina var bitin illa af veggjalús (e. bedbugs) og urðu bitin til þess að hún gat ekki komið fram svo mánuðum skiptir. Hún hefur nú stefnt umræddu hóteli, Palm Desert Embassy Suites by Hilton, og fer hún fram á ótilgreinda upphæð í bætur.

„Eftir fyrstu nóttina tók ég eftir nokkrum bitum á handleggnum en velti mér ekki meira upp úr þeim. Svo morguninn eftir vaknaði ég með miklu, miklu fleiri bit,“ segir fyrirsætan í samtali við NBC en alls var að finna um 90 bit á líkama hennar. Hún segist ekki hafa getað komið fram í tvo mánuði eftir þetta.

Brian Virag, lögmaður Sabrinu, segir að skjólstæðingi sínum hafi beinlínis verið slátrað og hún í rauninni étin lifandi.

Sabrina er ekki eini gesturinn á þessu tiltekna hóteli sem segir farir sínar ekki sléttar eftir dvöl þar. Gary Bruce, þekktur lögreglumaður í Kaliforníu og einn þeirra sem tók þátt í eftirförinni eftir O. J Simpson árið 1994, hefur einnig stefnt hótelinu. Hann dvaldi þar í júní síðastliðnum og var bitinn illa.

Forsvarsmenn hótelsins segjast hafa tekið þessum ábendingum alvarlega um leið og þær komu fram. Þannig hafi meindýraeyðir verið sendur inn í herbergin til að kanna stöðu mála en ekki fundið nein merki um veggjalýs eða önnur meindýr. Fyrirtækið hafi brugðist rétt við en þurfi nú að verja heiður sinn fyrir dómstólum.

Brian, lögmaður Sabrinu, segir að þetta atvik sitji enn í skjólstæðingi sínum og hafi haft mikil áhrif á hana. Þannig fái hún martraðir og sé smeyk við að sofa á ókunnugum stöðum af ótta við veggjalýs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“