fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg saga: Saklaus í fangelsi í 27 ár – Grein í golftímariti varpaði ljósi á sakleysi hans

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska ykkur öll,“ sagði Valentino Dixon, fangi til 27 ára, þegar hann gekk út í frelsið í Buffalo í New York í vikunni. Dixon þessi var sakfelldur fyrir morð sem framið var árið 1991 og fór svo að hann var dæmdur í 39 ára fangelsi að lágmarki.

Dixon hefur setið í fangelsi undanfarin 27 ár en ávallt lýst yfir sakleysi sínu.

Myndirnar vöktu athygli

Þegar Dixon var ungur hafði hann gaman af því að teikna, enda hafði hann hæfileika á því sviði. Dixon tók upp þetta áhugamál á nýjan leik meðan hann sat af sér dóminn. Dag einn fyrir nokkrum árum fékk hann senda mynd af tólftu braut Augusta National-golfvallarins í Georgíuríki – sem af mörgum er talinn einn sá flottasti í heimi. Hann teiknaði mynd af brautinni og hélt svo áfram að teikna myndir af golfvöllum.

Þessar teikningar vöktu að lokum athygli Golf Digest-tímaritsins. „Hann var búinn að teikna um hundrað teikningar áður en þær vöktu athygli okkar. Þegar við loksins sáum þær fórum við að skoða dóminn sem hann hlaut og mátum það svo að hann væri byggður á vafasömum forsendum. Þannig að við rannsökuðum málið og vörpuðum fram spurningum um sakleysi hans,“ segir Max Adler, ritstjóri Golf Digest.

Dómurinn ógiltur

Greinarnar sem birtar voru um málið í Golf Digest vöktu talsverða athygli og að lokum fór það svo að dómurinn yfir Dixon var ógiltur á dögunum. „Málið er í eðli sínu flókið en á yfirborðinu snýst það um léleg vinnubrögð lögreglu, engin sönnunargögn gegn Dixon og óáreiðanleg vitni,“ segir Max.

Morðið sem um ræðir var framið í Buffalo árið 1991 þegar hin 17 ára Torriano Jackson var skotin til bana. Lamarr Scott, sem afplánar nú 25 ára dóm fyrir morðtilraun, játaði að hafa skotið Jackson til bana. Sagðist hann hafa fengið skotvopnið frá Dixon fyrr þennan sama dag.

Að lokum stóð aðeins eftir ákæra gegn Dixon fyrir ólöglegan vopnaburð, en hámarksrefsing fyrir slíkt brot er 15 ára fangelsi. Þar sem Dixon hafði þegar setið í fangelsi í 27 ár var hann löngu búinn að sitja þá refsingu af sér.

Verjandi Dixon þakkaði Golf Digest fyrir vinnu sína en tók fram að það væri einkennilegt að treysta þyrfti á golftímarit til að koma saklausum manni úr fangelsi. „Það er vandræðalegt fyrir dómskerfið að það hafi þurft golftímarit til að varpa ljósi á sakleysi hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Í gær

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn