fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Dularfulli kattamorðinginn er fundinn – 400 kettir liggja í valnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 06:18

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglurannsókn, sem hlaut nafnið Operation Takahe, er nú lokið hjá Lundúnalögreglunni. Rannsóknin snerist um dráp á um 400 köttum og fjölda kanína. Drápin hófust í Croydon en breiddust síðan út og teygðu sig víða um þessa stóru borg. Verðlaunum var heitið fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að gerandinn fyndist en margir töldu að hér væri einhver á ferð sem hefði unun af að drepa ketti og jafnvel pynta þá. Á mörgum kattanna voru merki líkt því að skorið hefði verið í þá og því grunaði marga hið versta.

Lögreglan hóf rannsókn á málinu fyrir tveimur árum og beindust sjónir hennar í upphafi að því að finna þann eða þá sem bæru ábyrgð á þessum drápum. Í upphafi var meira að segja ekki talið ólíklegt að gerandinn væri rekinn áfram af brengluðum kynferðislegum hvötum. Nú er rannsókninni sem sagt lokið án þess að nokkur hafi verið handtekinn.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum og DNA-rannsóknir hafa leitt sannleikann um kattadrápin í ljós. Sökudólgurinn eða öllu heldur sökudólgarnir eru refir. The Guardian skýrir frá þessu. Mikið er af refum víða í Lundúnum og þar sem þeir eru rándýr eru kettir og kanínur eins og hver önnur bráð í þeirra augum og skiptir þá engu máli þótt um gæludýr sé að ræða. Stóra kattadrápsmálið er því leyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi