fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hryllingur fíkniefnanna – 14 ára piltur lést á baðherberginu – Vinkona hans varð fyrir heilaskaða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 07:46

Hald var lagt á mikið magn fíkniefna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 10. mars síðastliðins lá 14 ára piltur á baðherbergisgólfinu og varð sífellt veikari. Allir, sem voru í íbúðinni, vissu að hann hafði tekið töflur og að honum leið illa. „Við sáum að hann varð fölari og fölari. Það sáum við öll.“

Þetta sagði 16 ára stúlka fyrir dómi í gær þegar málið var tekið fyrir hjá undirrétti í Kaupmannahöfn. 41 árs kona er ákærð fyrir að hafa ekki komið piltinum til bjargar sem og 14 ára dóttur sinni sem hafði einnig tekið inn töflur. Konan er sögð hafa vitað að þau höfðu þörf fyrir hjálp en hafi samt sem áður ekki aðhafst neitt. Þetta átti sér stað á heimili konunnar. Hún neitar sök.

Pilturinn lést af völdum eiturlyfjanna en stúlkan lifði af en varð fyrir heilaskaða. Við krufningu kom í ljós að milta piltsins hafði skaddast sem orsakaði miklar innri blæðingar. Einnig var hann með alvarlega metadon eitrun.

Fyrrnefnt vitni sagði fyrir dómi að hún vissi ekki hversu langur tími leið frá því að fólk áttaði sig á að pilturinn þarfnaðist hjálpar þar til hann fékk hana en sagði að hennar upplifun hafi verið að þetta „hafi gerst hratt“.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Vitnið kom í íbúðina um klukkan 21. Þá lá pilturinn inni á baðherbergi. Hann var búinn að kasta upp og var þakinn ælu. Hann svaf að mestu. Vitnið sagði að margir hafi kíkt inn til hans en látið hann liggja áfram á gólfinu. Eitt sinn sagði pilturinn að hann hefði enga tilfinningu í fótunum.

Í svefnherbergi móðurinnar svaf 14 ára stúlkan. Vitnið sagðist hafa talið að hún andaði ekki eðlilega og því hafi hún hagrætt höfði hennar til að opna öndunarveginn.

Um klukkan 22 komu lögreglumenn í íbúðina til að sækja annan pilt sem var þar en foreldrar hans höfðu beðið lögregluna um það. Enginn viðstaddra sagði lögreglumönnunum frá piltinum sem lá rænulaus inni á baði. Vitnið sagði í gær að fólk hafi óttast að pilturinn myndi þá lenda í vanda.

Eftir það versnaði ástand piltsins að sögn vitnisins sem tók eftir því að pilturinn hafði misst stjórn á þvagblöðrunni og hafði pissað í buxurnar. Hann varð sífellt fölari. Annar piltur, sem var til staðar, sagði í sífellu að hann teldi að pilturinn væri dáinn. Hin ákærða kannaði þá púls hjá piltinum og fann veikan púls. Vitnið sagði að ýtt hafi verið við piltinum og sparkað í hann til að reyna að fá viðbrögð hjá honum. Einnig ýtti einn viðstaddra við honum með kústskafti því hann vildi ekki snerta meðvitundarlausan piltinn sem var „útataður í ælu og þvagi“.

En allt kom fyrir ekkert og pilturinn sýndi engin viðbrögð. Á endanum báru þrír 14 ára piltar hann út úr íbúðinni og út á götu og hringdu í 112. Ætlunin var að segja að þeir hefðu fundið piltinn úti á götu.

„Hún (hin ákærða) vildi ekki fá sjúkraflutningamenn og lögreglu inn í íbúðina.“

Sagði vitnið sem var inni í íbúðinn og fylgdist með út um glugga þegar sjúkrabílar og lögregla komu um klukkan hálf tvö um nóttina. Rétt fyrir klukkan þrjú fundu lögreglumenn dóttur hinnar ákærðu í svefnherberginu en þá var búið að úrskurða piltinn látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar