fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn hjá NASA ráðvilltir vegna óvenjulegs innrauðs ljóss

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 21:30

Ljósið dularfulla. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnunni NASA hafa uppgötvað dularfullt innraut ljós sem berst frá nifteindastjörnu. Þeir telja hugsanlegt að þetta sé eitthvað sem hefur aldrei áður sést.

Því hefur verið varpað fram að ástæðan fyrir þessu dularfulla ljósi geti verið að ryk, sem er á disklaga hring umhverfis stjörnuna, síi úr ljós á ákveðnum bylgjulengdum og því myndist þetta dularfulla ljós. Önnur kenning er að orkumikill vindur komi frá stjörnunni og rekist á gas í geimnum þegar stjarnan geysist um geiminn.

Vísindamenn hjá Pennsylvania State háskólanum og Sabanci og Arizona háskólunum telja að þessi uppgötvun geti orðið til að hjálpa stjörnufræðingum við að komast að leyndardómunum á bak við þróun nifteindastjarna.

Nifteindastjörnur eru mjög þéttar og verða til eftir að risastórar stjörnur springa. Þær eru einnig þekktar sem tifstjörnur vegna mikils snúningshraða þeirra en þær snúast yfirleitt um sjálfar sig á sekúndubroti. Þessi stjarna er þó 11 sekúndur að snúast einn hring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður