fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Er reiðubúin til að vitna fyrir þingnefnd um meinta nauðgunartilraun

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. september 2018 09:56

Brett Kavanaugh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í vikunni hefur háskólaprófessorinn Christine Blasey Ford sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, um að hafa reynt að nauðga sér. Þetta gerðist 1982 að hennar sögn þegar hún var 15 ára en hann 17 ára. Málið hefur vakið mikla athygli og í kjölfar ásakana Ford frestaði öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hefur úrslitavaldið um útnefningu hæstaréttardómara, atkvæðagreiðslu um útnefningu Kavanaugh.

Repúblikönum er mikið í mun að koma Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara en hann þykir mjög íhaldssamur og myndi tryggja íhaldsöflunum meirihluta í hæstarétti og það hugsanlega næstu áratugina. En demókratar eru ekki eins æstir í að fá Kavanaugh í hæstarétt enda samræmast sjónarmið hans ekki sjónarmiðum þeirra í flestum málum. Hann er tildæmis hlynntur frjálslyndri skotvopnalöggjöf og banni við fóstureyðingum.

Repúblikanar eru með 51 þingmann í öldungadeildinni en demókratar 49. Í þessu máli hafa tveir repúblikanar gengið til liðs við demókrata og krafist nánari rannsóknar á ásökunum Ford á hendur Kavanaugh. Í fyrstu lýsti Ford sig reiðubúna til að mæta fyrir nefnd öldungardeildarþingmanna og bera vitni um málið. Síðan dró hún í land með það og vildi að alríkislögreglan FBI rannsakaði málið áður en nú er hún aftur reiðubúin til að mæta fyrir nefndina að sögn lögmanns hennar. Lögmaður hennar segir að hún sé reiðubúin til að bera vitni ef nefndin bjóði hennar sanngjarna skilmála og tryggi öryggi hennar en Ford hafa borist líflátshótanir eftir að hún skýrði frá málinu í samtali við Washington Post.

Repúblikanar í öldungadeildinni hafa krafist þess að Ford mæti fyrir þingnefndina á mánudaginn en lögmaður hennar segir það ekki mögulegt.

Eins og fyrr sagði er repúblikönum mikið í mun að koma Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og það áður en kosið verður til þings í byrjun nóvember. Trúarleiðtogar og andstæðingar fóstureyðinga óttast að mjög íhaldssamir kjósendur muni ekki mæta á kjörstað ef ekki tekst að koma útnefningu Kavanaugh í gegnum þingið áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“