fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Sagði að bílnum hans hefði verið stolið – Eitthvað passaði þó ekki í frásögnina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 07:14

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinur tryggingafélags hélt að hann hefði fundið bráðsnjalla leið til að svíkja fé út úr félaginu. Hann tilkynnti félaginu að bílnum hans hefði verið stolið á meðan hann var í bíó með kærustunni sinni. Þegar þau hafi komið út hafi bíllinn verði horfinn.

„Hann skilaði bíllyklunum og skráningarskírteininu til okkar en þó ekki fyrr en 18 dögum eftir þjófnaðinn.“

Hefur Ekstra Bladet eftir Brian Egested, deildarstjóra rannsóknardeildar Alm. Brand tryggingafélagsins í Danmörku. Starfsmönnum tryggingafélagsins fannst þetta allt saman eitthvað undarlegt og þá sérstaklega í ljósi þess að aðeins var einn mánuður síðan maðurinn tryggði bílinn hjá félaginu.

Rannsókn á bíllyklunum leiddi í ljós að þeir höfðu verið notaðir eftir að hinn meinti bílþjófnaður átti sér stað. Þá bar svo við að bíleigandinn breytti sögu sinni. Í fyrstu hafði hann sagt að hann hefði pantað miða í bíó en þar sem hann gat ekki framvísað bíómiðunum, staðfestingu á pöntun eða upplýsingum um greiðslu fyrir miðana sagðist hann ekki hafa pantað miða heldur keypt þá í kvikmyndahúsinu og greitt með reiðufé. Hann gat enga skýringu gefið á af hverju lyklarnir höfðu verið notaðir eftir hinn meinta þjófnað.

Það þarf ekki að undra að tryggingafélagið lagði lítinn trúnað á sögu mannsins og fékk hann engar bætur greiddar. Þess í stað var hann kærður til lögreglunnar fyrir tilraun til tryggingasvika.

Gróf bíl sinn niður

En þetta er ekki eina dæmið um tilraun til tryggingasvika en slík tilvik eru ansi mörg. Egested sagði að í öðru máli, sem kom til kasta Alm. Brand, hafi viðskiptavinur tilkynnt að stórum jeppa hans hafi verið stolið. Á litlu var að byggja í málinu þar til nafnlaus ábending barst. Samkvæmt ábendingunni hafði bílnum ekki verið stolið. Hann hafði hins vegar verið grafinn niður undir hlöðu. Alm. Brand lét því grafa bílinn upp í febrúar og eigandinn var kærður til lögreglunnar fyrir tilraun til tryggingasvika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?