fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sefur þú nokkuð í nærfötum?

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sefur þú í nærfötum? Liggja þau þétt að líkamanum? Ef svo er þá er kannski rétt að breyta til. Sérfræðingar segja að best sé að sofa án nærfata, sérstaklega ef þau falla þétt að líkamanum.

Þetta kom fram í umfjöllun Huffington Post á sínum tíma. Alyssa Dweck, læknir og rithöfundur, sagðist oft biðja sjúklinga sína að sofa án nærfata. Ef fólk sofi án nærfata þá nái loft betur að leika um kynfærin og þannig dragi úr líkunum á að sveppir geti myndast.

Ef fólk sofi í nærfötum sé best að þau séu úr bómull því andar betur en önnur efni. Dweck sagði að ef kynfærin séu ávallt hulin, sérstaklega af efni sem ekki andar, þá myndist þar kjöraðstæður fyrir sveppamyndun.

Raquel B. Dardik, kvensjúkdómalæknir, sagði að konur á breytingaskeiði eigi sérstaklega að reyna að forðast í nærbuxum og þá sérstaklega þær sem þjást af nætusvita.

Brian Steixner, þvagfærafræðingur, sagði í samtali við Men‘s Health að karlar eigi líka að forðast að sofa í þröngum nærfatnaði. Þröngar nærbuxur haldi vel hita og raka og bakteríur njóti sín við þau skilyrði og auki líkurnar á að húðin springi og sýkingar komist í hana. Einnig geta eistun orðið of heit ef sofið er í þröngum nærbuxum og þannig getur dregið úr gæðum sæðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“