fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Fullkomnar aðstæður fyrir útbreiðslu ebólu á næstu vikum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 14:34

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ebólufaraldur geisar nú í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó en 97 hafa látist af völdum veirunnar á undanförnum vikum. Peter Salama, yfirmaður neyðarviðbragðsteymis Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, óttast að veiran eigi eftir að breiðast enn frekar út og valda enn frekara manntjóni. Hann segir að aðstæður í landinu skapi fullkomnar aðstæður fyrir enn verri faraldur.

Uppreisnarmenn hafa staðið fyrir árásum í Kivu-héraðinu, þar sem faraldurinn geisar, á undanförnum vikum og hefur árásunum fjölgað á undanförnum vikum. Hjálparstarfsmenn hafa því neyðst til að yfirgefa bæinn Beni þar sem faraldurinn braust út.

Auk ofbeldisaðgerða uppreisnarmanna er mikill órói í landinu vegna yfirvofandi kosninga. Ótti og ranghugmyndir um veiruna er óspart notaður af stjórnmálamönnum í baráttunni. Þetta veldur því að almenningur missir trú á heilbrigðisstarfsfólki að sögn Salama sem segir ástandið í landinu vera mjög alvarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni